Meiðyrðamál Ingólfs Þórarinssonar, betur þekktur sem Ingó veðurguð, gegn Sindra Snæ Sigríðar- og Hilmarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Pírata, verður tekið fyrir þann 18. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Í júlí sendi Ingólfur sex einstaklingum kröfubréf vegna ásakana í hans garð um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni sem féllu á samfélagsmiðlum. Krafðist hann afsökunarbeiðna og miskabóta.
Sindri Snær hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segist ekki hafa tjáð sig gagngert til að sverta æru Ingólfs en ætlar mæta stefnunni af hörku.
Yfirlýsing mín vegna málsins gegn Ingólfi: pic.twitter.com/swu6ZiXOz1
— Sindri Þór (@sindri8me) January 5, 2022