Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veður um landið sunnan- og vestvert og á miðhálendinu. Hér má fylgjast með lægðinni sem er að ganga yfir landið.
Veðurstofa Íslands spáir suðaustan 13-20 metrum á sekúndu og slyddu eða rigningu með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti verður 0 til 5 stig. Hægari vindi er spáð á Norður- og Austurlandi, skýjað og minnkandi frost. Gengur í suðaustan 18-25 í kvöld og nótt, með talsverðri rigningu á sunnanverðu landinu.
Dregur úr vindi á morgun, víða allhvasst eða hvasst síðdegis og hægari annað kvöld. Úrkomulítið norðanlands, annars rigning með köflum og talsverð úrkoma suðaustan til fram eftir degi. Hiti 0 til 6 stig.
Uppfært kl. 17:48: Viðvörunarstig er nú appelsínugult en var gult áður.