Upplýsingafundur almannavarna og embættis landlæknis verður haldinn í dag klukkan 11. Það verður 193. fundurinn sem haldinn hefur verið það sem af er kórónuveirufaraldrinum. Streymi frá fundinum má nálgast hér að neðan.
Á fundinum fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir læknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir starfandi forstjóri Landspítala yfir stöðu mála vegna kórónuveirufaraldursins.
Sérstök áhersla verður lögð á bólusetningu barna og stöðu Landspítalans.