Fall vindmyllunnar kostaði 500 þúsund

Vindmyllan fræga.
Vindmyllan fræga. mbl.is/Sigmundur

„Auðveldlega hefði verið hægt setja mikið magn sprengiefnis í vindmylluna en slíkt hefði valdið tjóni og skapað hættu en tilgangur verkefnisins var einmitt að koma í veg fyrir slíkt.“

„Eigendur vindmyllunnar lögðu á það áherslu að stoðvirkið undir henni skemmdist ekki þar sem áætlað er að reisa aðra myllu í staðinn,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari um hvers vegna það tók sex sprengingar til þess að fella vindmylluna í Þykkvabæ sem nú er orðin landsfræg.

Ekki vanalegt

Spurður hver borgi fyrir aðgerðina segir Ásgeir að eigendur vinmyllunnar greiði fyrir hana.

Gæslan tók um 500 þúsund krónur fyrir verkefnið, inni í því er falinn efniskostnaður og þóknun fyrir vinnuframlag.

Hann segir ekki vanalegt að sprengjusveit Gæslunnar aðstoði einkaaðila við svona verkefni en vegna sérstakra aðstæðna, vont veður sem gæti skemmt vindmylluna meira og valdið tjóni í kring, gat Gæslan ekki skorast undan verkefninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert