Kærir úrskurð um sóttkví til Landsréttar

Sóttkví mannsins mun vara í heila 33 daga ef úrskurðinum …
Sóttkví mannsins mun vara í heila 33 daga ef úrskurðinum er ekki hnekkt. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Maður sem hefur sætt sóttkví frá 11. desember hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um lögmæti sóttkvíarinnar, til Landsréttar. Þetta staðfestir Gunnar Ingi Magnússon, lögmaður mannsins, í samtali við mbl.is í dag.

Gunnar segir kæruna þegar hafa verið tilkynnta til Héraðsdóms og gerir ráð fyrir því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti á morgun eða á allra næstu dögum.

Segir Héraðsdóm ekki hafa litið til nýrra gagna

Gunnar segir það hafa verið vonbrigði að Héraðsdómur Reykjaness hafi ekki litið til fleiri upplýsinga, forsendna og gagna í málinu.  

„Fyrir utan að það er auðvitað til umfjöllunar núna þessi 40% framlenging á sóttkvínni sem þó var orðin býsna löng fyrir,“ segir Gunnar.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hefur maðurinn sætt sóttkví vegna smita innan fjölskyldu sinnar. Þessi úrskurður varðar nýjustu ákvörðun sóttvarnalæknis um sóttkví varnaraðila vegna smita sonar hans og tekur til daganna frá 30. desember og til 13. janúar.

Ákvörðun sóttvarnalæknis mun falla niður gang­ist maðurinn und­ir PCR-próf ein­um sól­ar­hring eft­ir að ein­angr­un þess smitaða, er dvaldi á heim­ili karl­manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert