Kórónuveirusmit kom upp hjá áhöfn Icelandair sem flaug til Íslands frá Washington-borg 27. desember.
Heimildir Vísis herma að öll áhöfnin hafi verið smituð, fyrir utan flugmanninn.
Umrædd áhöfn er núna í sóttkví eða einangrun. Ekki hefur verið greint frá því hversu margir greindust smitaðir af Covid-19.
Haft hefur verið samband við alla þá sem teljast berskjaldaðir fyrir smiti.