Tekur 5-7 mánuði að opna farsóttardeild

Talið er að B1 deild spítalans henti vel fyrir starfsemina.
Talið er að B1 deild spítalans henti vel fyrir starfsemina. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Framkvæmdir við að koma á laggirnar sérstakri farsóttardeild á Landspítalanum munu taka fimm til sjö mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari Millu Óskar Magnús­dótt­ur, aðstoðarmanns heil­brigðisráðherra, til mbl.is

Alþingi samþykkti nú í árslok fjárframlög til opnunar og reksturs farsóttardeildar á spítalanum. Alls ríflega milljarður á árinu 2022.

Deild B1 verður farsóttadeild

Samkvæmt Millu metur Landspítalinn það svo að deild B1 í Fossvogi sé vel til þess fallin, með tilliti til húsnæðis, að gera að sérstakri farsóttardeild. Þar yrði bæði legudeild og dag- og göngudeildarþjónusta.

Sú þjónusta sem veitt verður á farsóttardeild er nú þegar verið að veita á Covid-göngudeild og smitsjúkdómadeild. Talið er að húsnæði á B1 deild, sem er sérstaklega hugsað fyrir þessa þjónustu, sé heppilegra, t.d. m.t.t. einangrunar og aðgengis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert