Til skoðunar að létta sóttkví hjá þríbólusettum

Ljósmynd/Lögreglan

Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum, en það verður kynnt á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Er þetta skoðað í ljósi þess hve smit er útbreitt í samfélaginu og mikill fjöldi einstaklinga í sóttkví, en þessa stundina eru 7.525 einstaklingar í sóttkví. 

Aðspurður á fundinum hvort þetta sé upphaf af einhvers konar bólusetningarpassa, segist Þórólfur telja að þetta geti verið upphafið af ýmsum tilslökunum bæði í sóttvarnalegu tilliti og til að koma til móts við atvinnulífið. 

Hann gerir ráð fyrir að við eigum eftir að sjá meira af afléttingu í hægum skrefum, en er þó ekki tilbúinn að segja til um hvernig það verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka