Tóbaksrisi reynir að hafa áhrif á íslenska löggjöf

Nikótínpúðar.
Nikótínpúðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næststærsti tóbaksframleiðandi heims, British American Tobacco (BAT), vill að rafrettum, nikótínpúðum og öðrum nikótínvörum verði haldið utan tóbaksvarnarlaga. Hann vill að þau gangi ekki lengra en Evrópureglur segja til um.

Þetta kemur fram í umsögn yfirmanns ríkismála hjá BAT í Evrópu til heilbrigðisráðuneytinu, að því er Fréttablaðið greindi frá.

BAT framleiðir sígarettur en einnig rafrettuvökva og nikótínpúða.

Fyrirhuguð tóbaksvarnarlög verða sett vegna Evróputilskipunar, sem meðal annars bannar bragðbættar sígarettur. Tóbaksvarnarráð hefur hvatt til þess að settur verði lagarammi utan um nikótínpúða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert