Unnið að því að bæta starfsumhverfi spítalans

Unnið er að því að bæta starfsumhverfi Landspítalans.
Unnið er að því að bæta starfsumhverfi Landspítalans. Ljósmynd/Landspítalinn

Landspítalinn hefur verið að greiða út aukið álag til heilbrigðisstarfsfólks og boðið starfsmönnum sínum upp á handleiðslu til að fyrirbyggja kulnun. Einnig er unnið að því að bæta starfsumhverfið. Þetta hefur verið gert til að koma til móts við álag tengt heimsfaraldrinum.

Þetta segir Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, í skriflegu svari til mbl.is.

Lengi hefur ríkt mönnunarvandi á spítalanum, og greint var frá því í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að tæplega helm­ing­ur al­mennra lækna á spít­al­an­um íhug­aði að minnsta kosti einu sinni í mánuði að hætta þar störf­um.

Þá hefur landsráð þegar skilað nokkrum tillögum um fyrstu skref til eflingar sérhæfðs mannauðs, sérstaklega á gjörgæsludeildum spítalans. Tillögurnar innihalda m.a. árleg símenntun gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, fjölgun stöðugilda, fjölgun námskeiða fyrir starfsfólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert