Gert er ráð fyrir að viðtöl við umsækjendur um embætti forstjóra Landspítalans hefjist í næstu viku. Þetta staðfestir Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, í skriflegu svari til mbl.is.
Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítala rann út 8. nóvember. Alls sóttu fjórtán um stöðuna.
Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi.