Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ámælisvert að borgin skuli hafa varið miklu fé í nýtt umsóknarkerfi fyrir fjárhagsaðstoð sem reyndist síðan vera vefform sem býr til pdf-skjal.
„Það er að mínu mati gagnrýnivert að Reykjavíkurborg skuli verja 100 milljónum í vefform sem býr til pdf-skjal. Það er stóri punkturinn. Hér er verið að sóa skattfé borgarbúa,“ segir Valgerður.
Borgin áformar að verja rúmum 10 milljörðum í stafræna innviði.
Valgerður telur aðspurð áhyggjuefni hversu miklu fé sé varið í vefform sem hugsanlega verði orðið gott kerfi síðar. Það viti ekki á gott um framhaldið.
Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, segir nýja kerfið að hluta byggjast á gervigreind. Það spari fé og fyrirhöfn.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.