Arnar Grant í tímabundið leyfi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra. Þetta staðfestir eigandi World Class, Björn Leifsson, við fréttastofu Vísis.

Málið tengist frásögn hinnar 24 ára gömlu Vitaliu Lazarevu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur, fyrr í vikunni. Þar lýsti hún alvarlegu kynferðislegu ofbeldi sem hún var beitt af kærastanum sínum, sem væri þekktur einkaþjálfari, og þremur vinum hans í sumarbústað.

Í viðtalinu lýsti hún því einnig hvernig maðurinn sem hún var í sambandi við beitti hana andlegu ofbeldi með því að tala niðrandi um hana og bauð vinum sínum ítrekað að sofa hjá henni.

Fjórir aðrir aðilar farnir í leyfi eða stigið til hliðar

Þá hefur einnig verið greint frá því í dag að fjórir aðrir aðilar sem bendlaðir eru við frásögn Vitalíu séu farnir í tímabundið leyfi eða hafi stigið til hliðar í kjölfar frásagnarinnar. Þeir eru Ari Edwald, Logi Bergmann, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson.

Vítal­ía lýsti því í hlaðvarpsþætt­in­um Eig­in kon­ur hvernig menn­irn­ir hefðu brotið á sér. Um er að ræða tvö aðskil­in mál, annað þeirra átti sér stað í heit­um potti í sum­ar­bú­stað með ást­mann­in­um og þrem­ur vin­um hans. Hitt átti sér stað í golf­ferð.

Hún seg­ir þá hafa farið yfir öll sín mörk og mörk allra þeirra sem voru í pott­in­um, m.a. ást­manns henn­ar, sem var einnig á staðnum þegar þetta átti sér stað. Í stað þess að segja eitt­hvað hafi hann þó yf­ir­gefið pott­inn og skilið Vítal­íu eina eft­ir með mönn­un­um.

Hún seg­ist hafa rætt við alla menn­ina í síma um hvað gerðist. Þá hafi hún einnig sagt þeim að hún hygðist leita rétt­ar síns. „Ég sagði þeim það og þeir leituðu aldrei aft­ur til mín,“ seg­ir Vítal­ía í viðtal­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert