Búast við hátt í 30 sjúklingum á gjörgæslu

Búist er við að hátt í 30 verði á gjörgæslu …
Búist er við að hátt í 30 verði á gjörgæslu eftir tvær viku vegna Covid-19 á Landspítala. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell

Landspítali býr sig undir að hátt í 30 sjúklingar verði inniliggjandi á gjörgæslu eftir um tvær vikur vegna Covid-19.

Byggir þessi tala á spálíkani sem nýtir söguleg gögn um Covid-sjúklinga frá Landspítalanum og er miðað við að tíðni spítalainnlagna sé um 0,7% meðal þeirra sem smitast af Ómíkron-afbrigðinu.

Graf/Landspítali

Fjöldi spítalainnlagna vegna Covid-19 fer vaxandi með hverjum deginum en 1.063 greindust innanlands í gær. 32 sjúklingar liggja nú með Covid-19 á Landspítala, þar af sjö á gjörgæslu og er einn þeirra bólusettur með Ómíkron-afbrigðið.

Samkvæmt líkaninu má í besta falli búast við því að um 60 verði inniliggjandi á spítala vegna Covid-19 eftir um tvær vikur en svartsýn spá gerir ráð fyrir um 90 sjúklingum. 

Líklegast þykir að um 19 sjúklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 eftir tvær vikur en svartsýnustu spár gera þó ráð fyrir að hátt í 30 sjúklingar verði þar inni. Í besta falli gætu þeir orðið 10.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert