Eldingu sló niður í rafmagnslínu

Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, gerist það öðru hvoru …
Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, gerist það öðru hvoru að eldingu slái niður í rafmagnslínur hér á landi. Wikipedia

Eldingu sló niður á Þorlákshafnarlínu 1, rafmagnslínu Landsnets, í morgun. Það olli þó ekki rafmagnsleysi þar sem aðeins önnur línan af tveimur greip eldinguna. 

Þá sló veðrið einnig út Reykjahlíðarlínu svo að rafmagnið fór af í Reykjahlíð klukkan rúmlega sex í morgun. Þá tókst að koma rafmagninu aftur á rúmum hálftíma seinna. 

Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, gerist það öðru hvoru að eldingu slái niður í rafmagnslínur og þar sem eldingar hafi verið í kortunum, hafi þetta ekki komið mikið á óvart. 

„Við vorum vel undir veðrið búin, höfðum fundað með veðurfræðingi og komum nokkuð vel út úr þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert