Húsvíkingar létu hvorki veður, vinda né heimsfaraldur stoppa sig í þrettándagleðinni og kvöddu þeir jólin nú síðdegis með flugeldasýningu.
Engin var þó þrettándabrennan á Húsavík í ár líkt og í fyrra og verður hún því að bíða til næsta árs. Fleiri brennum, víðsvegar um landið, var einnig frestað.
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sá um flugeldasýninguna að venju en að sögn Hafþórs Hreiðarssonar, fréttaritara á Húsavík, hafði vind lægt nokkuð þegar leið á daginn.