Logi: „Ég er saklaus“

Logi Bergmann
Logi Bergmann

Logi Bergmann segir að hann sé saklaus af þeim sökum sem á hann hafi verið bornar undanfarna daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem hann birti á facebooksíðu sinni í kvöld.

Þar segir einnig að hann hafi alla sína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. „Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna.“

„Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt,“ segir Logi í yfirlýsingu sinni.

Þá segist hann ekki ætla að tjá sig frekar um þetta mál. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert