Mun fleiri með Delta en Ómíkron á Landspítala

Talsvert fleiri eru með Delta-afbrigði veirunnar en Ómíkron-afbrigðið á Landspítala.
Talsvert fleiri eru með Delta-afbrigði veirunnar en Ómíkron-afbrigðið á Landspítala. Ljósmynd/Landspítali

Alls liggja nú 32 sjúklingar á Landspítala með kórónuveiruna. Sjö þeirra eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. 

Á vef Landspítala segir að níu þeirra sem þar liggja séu með Ómíkron-afbrigði veirunnar en sautján með Delta-afbrigði. Upplýsingar um afbrigði sex sjúklinga vantar. 

Ekki er gefið upp hvort sjúklingar á gjörgæslu séu með Ómíkron- eða Delta-afbrigði.

Í tilkynningu á vef Landspítala segir að sjúkrahúsið starfi á neyðarstigi. Covid-göngudeild spítalans þjónustar nú 8.726 manns sem greinst hafa með veiruna. Þar af eru 2.050 börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert