Skipta í verðmætari afurð

Mjólkursamsalan.
Mjólkursamsalan. mbl.is/Kristinn

Framleiðsla á kaseini úr undanrennu verður hafin á vegum Mjólkursamsölunnar fyrri hluta vetrar, ef áætlanir ganga eftir. Framleiðslan fer fram í húsnæði sem KS hefur byggt yfir mysuvinnslu á Sauðárkróki.

Kaseinið er mun verðmætari vara en undanrennuostur og undanrennuduft og tryggari markaður fyrir afurðirnar. Mjólkursamsalan hefur þegar fengið hagstæð tilboð um föst viðskipti, eftir að framleiðsla hefst. Þótt mjólkurframleiðslan miðist við sölu á innanlandsmarkaði fellur til mikið af mjólkurpróteini sem þarf að flytja úr landi í einhverju formi. Það er vegna þess að mun meira selst af fituríkari mjólkurafurðum hér innanlands en þeim próteinríkari. Próteinið hefur mest verið selt úr landi í formi fitulausra osta og undanrennudufts.

Kaseinið mun koma í stað undanrennuostanna og draga úr þörf fyrir framleiðslu á dufti. Kasein er skráð vara á heimsmarkaði og eru bestu markaðirnir í Bandaríkjunum og Asíu. Efnið er notað í matvælaframleiðslu og efnaiðnaði.

MS undirbýr frekari fjárfestingar. Þannig stendur til að endurnýja tæki til framleiðslu á undanrennudufti á Selfossi og stækka húsnæði þar mikið. Fyrirtækið sárvantar aukið húsnæði. Undirbúningur að stækkun húsnæðis MS á Akureyri hefst á árinu og þar er fyrirhugað að koma fyrir annarri kaseinlínu í framtíðinni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert