Verð íbúða náð fordæmalausum hæðum

Í dag er kaupmáttarleiðréttur húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin …
Í dag er kaupmáttarleiðréttur húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. mbl.is/Baldur Arnarson

Íbúðaverð hefur náð fordæmalausum hæðum á sama tíma og stuðningskerfi ríkisins við íbúðakaup launafólks, vaxtabætur, hefur fjarað út. Sífellt erfiðara er að festa kaup á íbúðarhúsnæði á Íslandi.

Þetta kemur fram í 2. tölublaði Kjarafrétta Eflingar.

Í stað þess hafa stjórnvöld lagt hluta af því sem sparaðist í stofnfjárstyrki til bygginga leiguíbúða og í hlutdeildarlán. Það mun hins vegar ekki koma til með að gagnast nema hluta þeirra sem áður áttu kost á umtalsverðum vaxtabótum, að því er fram kemur í Kjarafréttum.

Þá er einnig skortur á húsnæði þar sem að ekki hefur verið byggt nægilega mikið. Hefur staðan stórlega versnað.

Kaupmáttarleiðréttur húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði á Íslandi er jafnframt sá hæsti sem finnst í Evrópu. Endurspeglar það þann mikla kostnað sem fylgir fjármögnun íbúðakaupa og þörfina fyrir öflugt vaxtabótakerfi hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka