1.175 innanlandssmit í gær

Bólusetning við kórónuveirunni.
Bólusetning við kórónuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 102 greindust á landamærunum. Þetta kemur fram á Covid.is. 

10.161 er í einangrun, sem er fjölgun um 693 á milli daga. 8.084 eru í sóttkví og eru það 206 fleiri en í gær. Samanlagt eru því 18.245 annað hvort í einangrun eða sóttkví hér á landi. 

37 eru á sjúkrahúsi, þar af 8 á gjörgæslu.

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er núna 3.405, sem er aukning um 200 frá því í gær. 

Unnið er að breytingum á vefsíðu Covid.is og því uppfærast tölur, meðal annars um hlutfall smitaðra sem voru í sóttkví við greiningu og fjölda sýna sem voru tekin, ekki fyrr en þriðjudaginn 11. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert