Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað sjötugan karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. febrúar. Maðurinn er grunaður um fjölmörg brot gegn börnum.
Búið er að taka skýrslur af meira en 40 manns vegna málsins og er meirihluti þeirra á barnsaldri, að því er kom fram í útvarpsfréttum RÚV.
Farið var fram á að gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur og var það samþykkt.
Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember sem rann út í gær.