Ákærður fyrir nauðgun fyrir 12 árum

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ljósmynd/Þór

Ákæruvaldið hefur ákært einstakling fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað aðfaranótt laugardagsins 5. desember 2009. Þetta kemur fram í ákærunni sem mbl.is hefur undir höndunum.

Ákærði er talinn hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefst konan miskabóta að fjárhæð 2.500.000 kr.

Lögum samkvæmt fyrnist sök þess sem fremur nauðgun eftir 15 ár frá brotinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert