Borgar tæpar 40 milljónir í leigu vegna myglu

Leigan fyrir afnot af Hótel Sögu er 3,4 milljónir króna …
Leigan fyrir afnot af Hótel Sögu er 3,4 milljónir króna á mánuði, mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg þarf að halda áfram að úthýsa starfsemi Hagaskóla á vorönn vegna myglu sem ekki hefur verið fjarlægð.

Borgin mun leigja tvö húsnæði undir starfsemi skólans, Hótel sögu og húsnæði í Ármúla.

Leigan fyrir afnot af Hótel Sögu er 3,4 milljónir króna á mánuði og leigan fyrir húsnæðið í Ármúla er rúmlega 4,1 milljón á mánuði.

Báðir leigusamningarnir eru til fimm mánaða og renna út í byrjun júní. Má því gera ráð fyrir að heildarkostnaður leigunnar verði um það bil 37,6 milljónir í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert