Endaði á hliðinni eftir árekstur

Bílstjóri fólksbílsins slapp ómeiddur. Mynd úr safni.
Bílstjóri fólksbílsins slapp ómeiddur. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Vesturlandsvegi um klukkan átta í kvöld.

Flutningabíllinn endaði utan vegar á hliðinni og fólksbíllinn skemmdist lítillega. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 

Bílstjóri flutningabílsins var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar en ekki er talið að hann sé mikið slasaður. Bílstjóri fólksbílsins slapp ómeiddur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert