Hópsmit á Seltjörn

Lokað verður fyrir heimsóknir næstu daga.
Lokað verður fyrir heimsóknir næstu daga. mbl.is/​Hari

Sjö heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Seltjörn hafa greinst með Covid-19 í dag. Heimilismennirnir búa allir á sömu deild. Alls búa tíu á deildinni.

Þetta staðfest­ir Kristján Sig­urðsson, for­stjóri Sunnu­hlíðar, í sam­tali við mbl.is.

Áskorun fyrir alla

Lokað verður fyrir heimsóknir á deildina næstu daga og munu heimilismenn dvelja í herbergjum sínum á meðan þeir sæta einangrun.

„Þetta verður áskorun fyrir alla en við munum gera okkar besta til að ykkar fólki megi líða sem allra best,“ segir Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Seltjörn, í pósti til aðstandenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert