Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst mál þegar eldur kom upp í bílageymslu í Seljahverfi í Breiðholti á öðrum degi jóla. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrir liggi játning manns um íkveikju og málið teljist því upplýst.
Í bílageymslunni, sem stendur við Engjasel 70-86, voru samtals 26 bílar, en það logaði í þremur bílum þegar slökkvilið mætti á staðinn. Kemur fram í tilkynningu lögreglu að þrír bílar hafi brunnið og miklar skemmdir hafi orðið á gílageymslunni sökum elds og reyks.