Laun lækkuðu um 57 milljarða

mbl.is/Ásdís

Framtalin laun og hlunnindi einstaklinga hér á landi minnkuðu í fyrra um rúma 57 milljarða króna frá árinu á undan samkvæmt skattframtölum. „Vafalaust hefur heimsfaraldurinn haft hér mikil áhrif en þetta er í fyrsta skipti síðan 2010 að laun og hlunnindi lækka á milli ára,“ segir í nýútkominni úttekt Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í Tíund, blaði Ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga 2021 og skattframtöl vegna tekna ársins á undan.

Framteljendum fækkaði á seinasta ári einkum vegna fækkunar útlendinga. Bendir Páll m.a. á að þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem hafði mikil áhrif á þjóðfélagið í fyrra hafi heildartekjur og eignir landsmanna aukist enn á árinu en launatekjur þó dregist saman. Atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðslur og tryggingabætur jukust hins vegar mikið.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert