Ríkið mun ekki áfrýja máli Erlu

Erla Bolladóttir getur nú krafist sýknu.
Erla Bolladóttir getur nú krafist sýknu. Árni Sæberg

Ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur til Landsréttar. Því getur Erla farið fram á endurupptöku máls síns og krafist sýknu.

Erla var sak­felld í Hæsta­rétti árið 1980 fyr­ir að hafa borið svo­kallaða Klúbbs­menn röng­um sök­um í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­málið. Kjarni rök­stuðnings Erlu hverf­ist um að hún hafi verið beitt þrýst­ingi af lög­reglu­mönn­um til þess að bera ljúg­vitni gegn Klúbbs­mönn­um.

Engar bætur án sýknu

Þeir sem Erla bar röngum sökum vilja að dómnum verði áfrýjað en í viðtali við Rúv sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að, í samráði við dómsmálaráðherra, hefði verið tekin ákvörðun um að málinu yrði ekki áfrýjað.

Lögmaður Erlu, Ragnar Aðalsteinsson, hafði væntingar um að forsætisráðherra myndi beita sér til að ljúka málinu með því að gera sátt við Erlu, en aðrir sakborningar höfðu fengið bætur með sérstakri lagaheimild frá Alþingi. 

Það verður þó ekki gert, en Katrín benti á að sá munur væri á máli Erlu og annarra sakborninga að sýknudómur lægi ekki fyrir og því örðugt að fara sömu leið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir örðugt að greiða bætur án sýknu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir örðugt að greiða bætur án sýknu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert