Sjúklingar og starfsmenn Vogs smitaðir

Kórónuveirumit hefur komið upp á meðal sjúklinga og starfsmanna á sjúkrahúsinu Vogi. Þetta staðfestir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, í samtali við Morgunblaðið.

Í gærkvöldi höfðu tíu smit verið staðfest með hraðprófi og beðið var niðurstöðu úr PCR-prófum sem tekin voru á Vogi í gær. Að sögn Valgerðar hefur verið gengið út frá því að jákvæðu hraðprófin séu einnig PCR-jákvæð.

„Við gerum ráð fyrir því að þetta séu nú ekki tíu fölsk hraðpróf,“ segir Valgerður.

Valgerður segir að það hafi verið brugðist hratt við og að þeir sjúklingar og starfsmenn sem greindust jákvæðir á hraðprófi séu komnir í sóttkví og einangrun og búið sé að hafa samband við bæði sjúklinga og starfsmenn.

Þá verður að sögn Valgerðar mikil röskun á starfi Vogs næstu daga. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert