Strætisvagn liggur þvert yfir aðra akreinina á Reykjavegi í Mosfellsbæ. Um er að ræða strætisvagn á leið númer fimmtán. Vagninn er þó mannlaus.
Enginn farþegi var í vagninum þegar atvikið átti sér stað, en bílstjórinn hafði gleymt að beygja inn að Reykjalundi líkt og áætlað er á þessum tíma. Þegar hann áttaði sig ætlaði hann að reyna að snúa við en festi í staðinn vagninn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó bs.
Dráttarbíll er á leiðinni að losa vagninn og búið er að láta lögregluna vita.