„Það hefur gengið mjög vel hjá mér að undanförnu og hlutirnir gerst hratt. Ég varð alþjóðlegur meistari síðasta sumar en nú vantar mig ekki mörg stig í að verða stórmeistari,“ sagði skákmaðurinn Vignir Vatnar Stefánsson við Morgunblaðið síðdegis í gær, skömmu eftir að hann náði fyrsta stórmeistaraáfanga af þremur, er hann sigraði á alþjóðlegu skákmóti í Dublin á Írlandi.
Til að ná áfanganum þurfti Vignir að vinna sjö skákir af níu mögulegum, og hann náði því í næstsíðustu umferð í gærmorgun. Síðdegis var lokaumferðin tefld og þá gerði Vignir jafntefli. Hann fékk því 7 ½ vinning á mótinu og varð langefstur. Tuttugu keppendur tóku þátt og var Vignir næststigahæstur áður en mótið hófst.
Hann hækkaði um 19 skákstig, er kominn með 2.484 stig en til að verða stórmeistari þarf að ná þremur áföngum með góðum árangri og minnst 2.600 stigum.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.