Vegfarendur eru varaðir við ferðum í nótt og snemma í fyrramálið undir Eyjafjöllum.
Hviður þar gætu orðið allt að 45 metrar á sekúndu og víðar verða sviptivindar samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi.
Veðrið kemur svo til með að ganga mikið niður þegar kemur fram á morguninn.