Veðrið verst í Vestmannaeyjum í nótt og morgun

Gul viðvörun tekur gildi í nótt
Gul viðvörun tekur gildi í nótt Kort/Veðurstofa Íslands

Í nótt tekur gildi gul viðvörun. Er þetta fjórða gula viðvörunin í vikunni en að þessu sinni er um að ræða austan storm. 

Aðfaranótt fimmtudags var veðurofsinn mikill suðvestanlands og höfðu björgunarsveitir í nógu að snúast. Sá kraftur mun færast austar og einkum til Vestmannaeyja og undir Eyjafjöll, að sögn veðurfræðings. 

Það gæti slegið storm á Hellisheiði í fyrramálið en í stað úrkomu, líkt og aðfaranótt fimmtudags, má búast við snjókomu og sliddu. 

Vestmannaeyjar. Vond veðurspá fyrir næsta sólarhringinn.
Vestmannaeyjar. Vond veðurspá fyrir næsta sólarhringinn. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert