Vísa rannsókn á blóðmerahaldi til lögreglu

MAST hefur vísað rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum …
MAST hefur vísað rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum til lögreglu. mbl.is/Árni Sæberg

Mat­væla­stofn­un hef­ur lokið rann­sókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku hér á landi. Þá hef­ur stofn­un­in vísað mál­inu og þeim gögn­um sem fyr­ir liggja til lög­reglu til frek­ari rann­sókn­ar og aðgerða. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá MAST.

Dýra­vernd­ar­sam­tök­in neituðu að af­henda gögn

Stofn­un­in hóf rann­sókn á mál­inu eft­ir að sviss­nesku dýra­vernd­ar­sam­tök­in Ani­mal Welfare Foundati­on (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) birtu mynd­band á Youtu­be 22. nóv­em­ber síðastliðinn sem sýndi illa meðferð á hryss­um við blóðtöku hér á landi. 

Í til­kynn­ing­unni frá MAST seg­ir að stofn­un­in hafi óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá of­an­greind­um sam­tök­um um hvar og hvenær mynd­bönd­in hafi verið tek­in upp. Auk þess hafi stofn­un­in óskað eft­ir ókllipptu mynd­efni til að nota við rann­sókn­ina.

Sam­tök­in hafi svo svarað með opnu bréfi 1. des­em­ber sl þar sem þau höfnuðu því að af­henda óklippt efni og til­greina tökustaði en hafi gefið upp töku­daga mynd­bands­ins.

Leituðu skýr­inga frá meint­um dýr­aníðing­um

„Sér­fræðing­ar Mat­væla­stofn­un­ar hafa farið ít­ar­lega yfir mynd­bandið og greint þau at­vik sem tal­in eru brjóta í bága við lög um vel­ferð dýra og metið áhrif þeirra á hryss­urn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu MAST.

Þá hafi rann­sókn stof­un­ar­inn­ar enn­frem­ur leitt í ljós hvar at­vik­in áttu sér stað og hvaða fólk átti hlut í máli.

Við rann­sókn­ina leitaði stofn­un­in eft­ir skýr­ing­um og af­stöðu fólks­ins til þess sem fram kem­ur í mynd­bönd­un­um. Eins og áður seg­ir hef­ur stofn­un­in ekki aðgang að óklipptu mynd­efni sem tak­mark­ar mögu­leika henn­ar á að meta al­var­leika brot­anna og ger­ir stofn­un­inni því ókleift að rann­saka málið til fulln­ustu“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert