Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar rétt fyrir hádegi í dag. Ók annar bíllinn inn í hlið hins.
Lögregla, sjúkra- og slökkvilið fór á staðinn en í ljós kom að enginn hafði slasast, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvi- og sjúkralið þurfti því ekkert aðhafast.