Fjölgar um 15 á einni viku á Landspítala

38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19.
38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Ljósmynd/Landspítalinn

38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 en það er fjölgun um 15 á einni viku.

Staðan á gjörgæslu er sú sama og í gær en þar eru nú átta, sex þeirra eru í öndunarvél. 

9.745 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af eru 2.393 börn, og fjölgar því um 251 frá því í gær. 

Í tilkynningu á vef Landspítala segir að í gær hafi verið sex innlagnir og fjórar útskriftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert