Grunur um íkveikju í húsnæði Þjóðskrár

Slökkvilið reykræsti húsnæðið.
Slökkvilið reykræsti húsnæðið. mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um eld í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni í gærkvöldi, en grunur er um íkveikju samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á vettvangi, grunaður um að hafa brotist inn í húsið og kveikt í.

Lögregla náði að slökkva eldinn, sem var minni háttar, og slökkvilið reykræsti húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert