Kvíin kostar milljarða

Biðröð var eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut í gær og þurfti …
Biðröð var eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut í gær og þurfti fólk að dúða sig vel í kulda og snjókomu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök atvinnulífsins hafa lagt mat á heildarlaunakostnað atvinnulífsins vegna þess gríðarlega fjölda fólks á vinnumarkaði sem nú sætir sóttkví og einangrun. Telja samtökin á grundvelli útreikninga að kostnaður atvinnulífsins á fyrsta fjórðungi þessa árs geti verið allt að 12 milljarðar króna, 8 milljarðar vegna einangrunar og 4 milljarðar vegna sóttkvíar.

Heilbrigðisráðherra breytti í gær reglum um sóttkví þeirra sem annars vegar hafa verið bólusettir þrisvar og hins vegar þeirra sem bólusettir hafa verið tvisvar en greinst með kórónuveirusmit að auki.

18.245 einstaklingar í sóttkví eða einangrun í gær

Útreikningar samtakanna voru gerðir áður en reglugerðinni var breytt, en samtökin munu meta á næstu dögum hvaða áhrif liðkun sóttkvíar muni hafa á kostnaðarmatið. Byggjast útreikningarnir á því að 1.200 manns smitist á dag en að þeim fari fækkandi þegar líður á spátímann, í lok mars.

Í gær sættu 18.245 einstaklingar sóttkví eða einangrun hér á landi vegna takmarkana yfirvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Hefur fjölgað mjög í þeim hópi frá því að faraldurinn náði sér á strik á lokadögum aðventunnar.

Ríkissjóður hefur skuldbundið sig til þess að greiða, með ákveðnum skilyrðum, launakostnað fyrirtækja vegna frátafa starfsfólks á almennum vinnumarkaði vegna þessara aðgerða.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir vandasamt að leggja mat á kostnaðinn en hann sé þó verulegur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert