Þeir sem hafa nú þegar klárað sjö daga einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, finna ekki fyrir einkennum Covid-19 sjúkdómsins og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeildina, mega útskrifa sig sjálfir.
Frá þessu greina almannavarnir í tilkynningu.
Segir þar að þetta sé gert vegna mikils álags á göngudeildina.
Í gær voru kynntar breytingar á reglum um sóttkví fyrir fólk sem er þríbólusett eða hefur verið bólusett tvisvar og smitast af kórónuveirunni.
Breyttar reglur eiga við um tvo hópa.
Annars vegar einstaklinga sem eru þríbólusettir og fengu síðustu sprautuna meira en 14 dögum áður en viðkomandi er útsettur fyrir smiti.
Hins vegar einstaklinga sem hafa jafnað sig af staðfestu veirusmiti og eru jafnframt tvíbólusettir, að því gefnu að þeir hafi fengið síðari sprautuna meira en 14 dögum áður en þeir voru útsettir.
Breytingarnar eru á þann veg að viðkomandi er: