Mega útskrifa sig sjálfir

Mikið álag er á göngudeildina.
Mikið álag er á göngudeildina. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell

Þeir sem hafa nú þegar klárað sjö daga einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, finna ekki fyrir einkennum Covid-19 sjúkdómsins og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeildina, mega útskrifa sig sjálfir.

Frá þessu greina almannavarnir í tilkynningu.

Segir þar að þetta sé gert vegna mikils álags á göngudeildina.

Í gær voru kynntar breytingar á reglum um sótt­kví fyr­ir fólk sem er þríbólu­sett eða hef­ur verið bólu­sett tvisvar og smit­ast af kór­ónu­veirunni.

Tveir hópar

Breyttar reglur eiga við um tvo hópa.

Ann­ars veg­ar ein­stak­linga sem eru þríbólu­sett­ir og fengu síðustu spraut­una meira en 14 dög­um áður en viðkom­andi er út­sett­ur fyr­ir smiti.

Hins veg­ar ein­stak­linga sem hafa jafnað sig af staðfestu veirusmiti og eru jafn­framt tví­bólu­sett­ir, að því gefnu að þeir hafi fengið síðari spraut­una meira en 14 dög­um áður en þeir voru út­sett­ir.

Manna­mót og heil­brigðis­stofn­an­ir ekki í lagi

Breyt­ing­arn­ar eru á þann veg að viðkom­andi er:

  • heim­ilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsyn­lega þjón­ustu, s.s. heil­brigðisþjón­ustu, fara í mat­vöru­versl­an­ir og lyfja­búðir og nota al­menn­ings­sam­göng­ur,
  • óheim­ilt að fara á manna­mót eða staði þar sem fleiri en 20 koma sam­an, nema í því sam­hengi sem nefnt er hér að ofan,
  • skylt að nota grímu í um­gengni við alla nema þá sem telj­ast í nán­um tengsl­um og gild­ir grímu­skyld­an einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjar­lægð,
  • óheim­ilt að heim­sækja heil­brigðis­stofn­an­ir, þar með tal­in hjúkr­un­ar­heim­ili, nema með sér­stöku leyfi viðkom­andi stofn­un­ar,
  • skylt að forðast um­gengni við ein­stak­linga sem eru í auk­inni hættu á al­var­leg­um veik­ind­um ef þeir smit­ast af Covid-19.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka