Ungmenni köstuðu flugeldum í hús

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lofuðu ungmennin bót og betrun.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lofuðu ungmennin bót og betrun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ungmenni voru iðin við að kasta flugeldum í hús víðs vegar í Grafarvogi í gærkvöldi og hafði lögregla afskipti af nokkrum vegna þessa. Lofuðu ungmennin bót og betrun, samkvæmt dagbók lögreglu. 

Þá var aðili handtekinn í miðbænum og vistaður í fangaklefa vegna brota á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að minnsta kosti tveir þeirra voru sviptir ökuréttindum.

Í gærkvöldi varð árekstur tveggja bíla í Garðabæ. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust töluvert.

Bílvelta varð einnig á Hólmsheiðarvegi. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur eftir veltuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert