915 innanlandssmit í gær

Fólk má nú útskrifa sig sjálft úr einangrun.
Fólk má nú útskrifa sig sjálft úr einangrun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

915 ein­stak­ling­ar greind­ust með Covid-19 inn­an­lands í gær og 134 smit greind­ust á landa­mær­un­um.

Um er að ræða bráðabirgðatöl­ur, en staðfest­ar töl­ur verða upp­færðar á á covid.is á mánu­dag ásamt upp­lýs­ing­um um fjölda sýna sem voru tek­in.

Alls voru 410 í sótt­kví við grein­ingu.

Í dag eru 9365 í ein­angr­un og 9798 í sótt­kví, en þeim sem eru í ein­angr­un fækk­ar tölu­vert á milli daga.

Fólk má út­skrifa sig sjálft

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um að vegna mik­ils álags á Covid-göngu­deild­inni er ein­kenna­lausu fólki nú heim­ilt að út­skrifa sig sjálft að lok­inni sjö daga ein­angr­un án sam­ráðs við göngu­deild­ina.

Eins og áður er dag­ur núll dag­ur­inn sem ein­stak­ling­ur fer í PCR próf og fær já­kvæða niður­stöðu. Hvorki já­kvætt heima­próf né hraðpróf má nota sem viðmið fyr­ir dag núll.

Gild­ir líka um þau sem eru á sama stað og smitaður

Breytt­ar regl­ur sem tóku gildi á föstu­dag­inn, um sótt­kví fyr­ir þau sem hafa fengið örvun­ar­skammt og eru út­sett­ir fyr­ir Covid-19 gilda fyr­ir alla sem eru í sótt­kví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður ein­stak­ling­ur.

All­ir sem upp­fylla skil­yrði um að sleppa sótt­kví þurfa engu að síður að fara í PCR próf á fimmta degi frá út­setn­ing­ar­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert