Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í 96 sjúkraflutninga á síðastliðnum sólarhring og fimm útköll á dælubíl. Var þar um að ræða hreinsun á olíu, umferðarslys, reykræstingu og eld í blaðagámi. Þetta kemur fram á facebook-síðu slökkviliðsins.
Þá voru tveir til fjórir starfsmenn í sýnatökum vegna Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu.