Mikið um hávaðakvartanir í nótt

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í …
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mbl.is/Eggert

Mikið var um hávaðakvartanir í nótt og fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í 18 útköll vegna hávaða. Þá stöðvaði lögregla 10 ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Tilkynnt var um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Vesturbænum og í hverfi 105 var maður handtekinn grunaður um eignaspjöll og vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í sama hverfi eftir að hafa rutt sér leið inn í íbúð framhjá aldraðri konu. Var hann vistaður í fangaklefa.

Þá var kveikt í ruslagám í Seljahverfinu í Breiðholti, en slökkvilið kom á staðinn og slökktu eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert