Tveir létust af völdum Covid-19 í gær

Tveir létust af völdum Covid-19 á spítalanum í gær.
Tveir létust af völdum Covid-19 á spítalanum í gær. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Tveir karl­menn á níræðis­aldri lét­ust af völd­um Covid-19 á Land­spít­al­an­um í gær.

Í dag liggja 36 ein­stak­ling­ar smitaðir af Covid-19 á Land­spít­al­an­um. 29 eru í ein­angr­un en sjö eru laus­ir úr ein­angr­un. Á gjör­gæslu eru sjö sjúk­ling­ar og eru fimm þeirra í önd­un­ar­vél. Covid-sjúk­ling­ar liggja nú á átta deild­um Land­spít­al­ans.

Tvær inn­lagn­ir voru á spít­al­inn í gær vegna Covid-19 og og 4 út­skrift­ir, en and­lát­in eru inni í þeirri tölu.

Mikið um að fólk í ein­angr­un leiti á bráðamót­töku

Í til­kynn­ingu á vef Land­spít­al­ans kem­ur fram að tölu­vert sé um að fólk í ein­angr­un eða sótt­kví leiti til bráðamót­töku, ým­ist vegna Covis-19 eða annarra vanda­mála. 

8.597 sjúk­ling­ar eru nú í eft­ir­liti hjá Covid göngu­deild spít­al­ans, þar af 2.207 börn. Dag­lega koma á þriðja tug til mats og meðferðar á göngu­deild­inni.

175 starfs­menn spít­al­ans eru í ein­angr­un og fækk­ar held­ur á milli daga. 170 starfs­menn eru í sótt­kví og eru 53 við störf í vinnu­sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert