926 smit innanlands

Frá starfsemi Covid-19 göngudeildar á Landspítalanum.
Frá starfsemi Covid-19 göngudeildar á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

926 kórónuveirusmit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring að því er kemur fram á covid.is, upplýsingavef almannavarna um heimsfaraldurinn. 

Auk þess greindust 170 smit við landamæraskimun.

10.037 eru í sóttkví sem stendur og álíka margir, eða 10.040, í einangrun með Covid-19. Þá er 681 í skimunarsóttkví. 

14 daga nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 3.752 og nýgengi smita á landamærunum 485.

Fréttin verður uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert