Árni gefur ekki kost á sér

Árni Helgason.
Árni Helgason. Ljósmynd/Aðsend

Árni Helga­son, lög­fræðing­ur og fyrr­ver­andi formaður Heimdall­ar, mun ekki bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi. 

Frá þessu greinir Árni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni.

Í bæj­ar­blaði Seltjarn­ar­ness, Nes­frétt­um, var í nóvember sagt að lík­lega myndi Árni gera sig gild­andi í kosn­ing­un­um í vor.

Árni hefur nú slegið þá hugmynd út af borðinu. 

„Kæru vinir - undanfarið hafa ýmsir spurt mig út í þetta mál, þ.e. hvort ég ætli í prófkjör hér á Nesinu. Það er einhvern veginn þannig að þegar þetta kemur til tals byrja ósjálfrátt endalausir frasar að renna upp úr manni, fólk er að koma að máli við mann, þá leggst maður undir feldinn og maður er að velta ýmsu fyrir sér. Í allri einlægni þá hefur mér þótt afar vænt um að fólk telji mig allavega koma til greina í þetta verkefni en að því sögðu ætla ég ekki að gefa kost á mér, að minnsta kosti ekki í þetta sinn (svo maður haldi nú áfram í frösunum). Óska öllum sem henda sér í slaginn góðs gengis,“ skrifar Árni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert