Bólusetning barna fer vel af stað

Frá bólusetningu barna núna í hádeginu.
Frá bólusetningu barna núna í hádeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta fer bara mjög vel af stað. Ræningjarnir eru mættir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningar 5-11 ára barna sem hófust í Laugardalshöll klukkan 12.

Þegar hún nefnir ræningjana á hún við vitaskuld við ræningjana í leikritinu Kardemommubænum en leikarar Þjóðleikhússins eru á staðnum og skemmta börnum sem koma í bólusetningu.

Einn af ræningjunum úr Kardemommubænum í Laugardalshöll.
Einn af ræningjunum úr Kardemommubænum í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnheiður segir meira af fullorðnu fólki hafa komið í örvunarskammt en búist var við. Frá klukkan 10 til 12 gat það fólk ásamt óbólusettum mætt í Höllina og fengið bóluefni frá Pfizer eða Moderna. Sú bólusetning fer fram í anddyrinu og dregst eitthvað á langinn en bólusetningar barna með Pfizer fara annars staðar fram, eða „úti um allt hús“ að sögn Ragnheiðar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Spurð segist hún ekki hafa orðið vör við neina mótmælendur fyrir utan Höllina. Hvað gæslu varðar segir hún þau vera vel mönnuð.

Bólusett verður í Laugardalshöll dagana 10. til 13. janúar. Upplýsingar um bólusetningar barna eru á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á vefsíðum heilbrigðisstofnana um allt land, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert