Farþegar þurftu í þremur tilvikum í gærkvöldi að bíða um stund um borð í flugvélum á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vindhraði var það mikill að ekki var hægt að nota landganga eða stigabíla til að hleypa fólki frá borði.
Um var að ræða tvær flugvélar frá Wizz Air og eina á vegum Play, að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia.
Þá frestuðu Icelandair og Transavia hvort sinni ferðinni til Keflavíkurflugvallar fram til dagsins í dag, auk þess sem einni brottför Wizz Air var frestað fram til dagsins í dag.