Forysta og frumkvæði

Anu Viks, forseti Evrópusamtaka PBW, Jóhanna og Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, …
Anu Viks, forseti Evrópusamtaka PBW, Jóhanna og Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, gjaldkeri PBW í Evrópu.

Í dag hefst skráning á 17. Evrópuráðstefnu kvennasamtakanna BPW (European Business and Professional Women), sem verður á Hilton Nordica-hóteli helgina 27.-29. maí nk. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og verður nú í annað sinn hérlendis, en 1997 mættu um 400 konur víðs vegar að úr heiminum. „Við vonum að konur fjölmenni eins og þá en vissulega getur Covid sett strik í reikninginn,“ segir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, forseti BPW klúbbsins Reykjavík (www.bpwiceland2022.is).

Samtökin BPW voru stofnuð í Bandaríkjunum 1919 til að koma á tengslaneti kvenna á vinnumarkaði og skapa samstöðu þeirra á milli. Alþjóðasamtökin IFBPW (International Federation of Business and Professional Women) voru stofnuð 1930 og ná nú til tæplega 100 ríkja í fimm heimsálfum. Þau vinna að mörgum heimsmarkmiðum SÞ og hafa auk þess verið í samstarfi við UN Women. „Jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og jöfnuður almennt hafa verið aðalmarkmið samtakanna í áratugi ásamt því að styrkja konur til starfa og hvetja þær til frumkvæðis og forystu,“ segir Jóhanna. Hún bendir jafnframt á að samtökin hafi víða unnið að heilsueflingu síðan kórónuveirufaraldurinn skall á.

Nánar má lesa um málð í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert